Mysa í vín

Áfengi unnið úr mysu. Það hljóm­ar kannski mis­vel í eyr­um manna en Mjólk­ur­sam­sal­an leit­ar samt sem áður leiða til þess að koma því á markað. Þetta verður lík­lega gert í sam­starfi við ís­lenska áfeng­is­fram­leiðand­ann Foss Distillery sem brugg­ar meðal ann­ars Björk og Birki snöfs­in.

Björn Sig­urður Gunn­ars­son, vöruþró­un­ar­stjóri MS, seg­ir fyr­ir­tækið vera að leita leiða til þess að full­vinna sín­ar afurðir. Það sé bæði hag­kvæmt og um­hverf­i­s­vænt.

Mysa fell­ur til við osta- og skyr­gerð en auk þess að inni­halda ýmis steinefni og víta­mín er í henni mjólk­ur­syk­ur. MS hef­ur um nokk­urn tíma verið að reyna nýta mys­una bet­ur og þá meðal ann­ars með því að búa til mysu­próteinþykkni sem notað er í Hleðslu.

Hugs­un­in er að þykkja mjólk­ur­syk­ur­inn og búa til úr hon­um et­anól, eða sem kallað er spíri í dag­legu máli.

Í fram­haldi af því er hægt að nota spír­ann til nokkr­ar afurðir, líkt og vín, í iðnað eða sem eldsneyti. Björn seg­ir mest­an ávinn­ing að hafa upp úr vín­inu og er því helst verið að skoða þá leið þrátt fyr­ir öðru sé einnig haldið opnu.

Fá styrk til rann­sókna

Mjólk­ur­sam­sal­an fékk á dög­un­um vil­yrði frá Tækniþró­un­ar­sjóð fyr­ir styrk til þró­un­ar á hug­mynd­inni. Ekki hef­ur verið samið um styrk­inn en farið verður yfir mál­in á næst­unni.

Björn bend­ir á að styrk­ur­inn sé þannig upp­byggður að mót­fram­lag sem jafn­gild­ir hon­um þurfi að koma til af hálfu fyr­ir­tæk­is­ins. „Stóru fyr­ir­tæk­in koma inn í þetta til þess að skaffa mót­fram­lag og rann­sókn­ar­pen­ing­ur­inn fer því í rann­sókn­ar­starfið hjá stofn­un­um og sprota­fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir Björn.

Þetta verk­efni verður unnið í sam­starfi við Matís og mun styrk­ur­inn því renna þangað.

Mjólk­ur­sam­sal­an hef­ur ekki mikla reynslu í vín­gerð og hef­ur því leitað til ís­lenska ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Foss Distillery. Björn seg­ir þá hafa tekið vel í hug­mynd­ina þar sem ákveðinn sjarmi fylgi því að geta notað ís­lensk­an spíra í áfengið.

Styrk­ur­inn er til þriggja ára en Björn von­ast til þess að verk­efnið gangi aðeins hraðar. Aðspurður hvort um mikla fjár­fest­ingu sé að ræða seg­ir hann nokk­urn kostnað fylgja því að koma upp verk­smiðju. „En það er eitt­hvað sem við telj­um þess virði. Við fáum betri nýt­ingu og það er um­hverf­is­leg­ur ávinn­ing­ur,“ seg­ir Björn.

MS hef­ur verið að huga að fleiri ný­sköp­un­ar­verk­efn­um und­an­farið en fyr­ir­tækið vinn­ur nú einnig að að þróun á til­bún­um drykkj­um í sam­starfi við Cod­land.

Cod­land hef­ur unnið að þróun hágæða kolla­genvöru úr ís­lensku þorskroði í sam­starfi við Matís og með styrk frá Tækniþró­un­ar­sjóði. Mark­miðið er að búa til nátt­úru­lega vöru sem teng­ir sam­an land­búnað og sjáv­ar­út­veg.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/12/21/breyta_mysu_i_vin/